Ónyx ehf - Gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við fasteignir.
Útboðsgögn eru gerð í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þ.e. teikningar, byggingarlýsingu, ástandsskoðun o.þ.h. þau samanstanda af útboðslýsingu, verklýsingu, tilboðsskrá og oft kostnaðaráætlun & verksamning.
- Útboðslýsingin fjallar um samningsskilmála milli verkkaupa og verktaka, verktíma, tryggingar, úttektir og annað er lýtur að stýringu framkvæmdanna.
- Verklýsingin, lýsir öllum þeim verkþáttum sem á að framkvæma og hvernig þeir skulu gerðir og hvaða efni á að nota osfr.
- Tilboðsskráin inniheldur áætlaðar magntölur fyrir verkið og inn í hana færa bjóðendur einingaverð sín þegar þeir gera tilboð.
- Kostnaðaráætlun er oft gerð í samræmi við tilboðsskrá. Hún byggir þá á reynslutölum fengnum úr samsvarandi verkum.
- Framkvæmd útboðs getur síðan verið á tvennan hátt, lokað eða opið útboð. Í lokuðu útboði eru valdir tilteknir verktakar og þeim einum gefinn kostur á að bjóða í verkið, en í opnu útboði er tilboða óskað frá hverjum þeim sem áhuga kann að hafa t.d. með því að auglýsa í blöðum eða á vefmiðlum.
- Verksamningur er síðan gerður við valinn verktaka. í honum kemur fram upphæð samnings, ábyrgðir, tryggingar, tímafrestir og hvaða gögn teljist sem hluti af honum t.d. útboðsgögnin og þær teikningar sem tilheyra verkinu.