Ónyx ehf skrásetur allar gerðir fasteigna, stórar sem smáar hvar sem er á landinu.
Upplýsingar um mannvirki, sem Þjóðskrá og byggingarfulltrúar óska eftir, skulu skráðar í skráningartöflu og fylgja aðaluppdráttum eða eignaskiptasamningum til byggingarfulltrúa.
Hvert sjálfstætt mannvirki er skráð sérstaklega.
Stærðarútreikningar skulu gerðir samkvæmt skráningareglum FMR og byggingafulltrúa um mannvirki, sbr, fylgiskjal með reglugerð 471/1997 og íslenskum staðli ÍST 50 um útreikning á flatarmáli og rúmmáli bygginga.