Deprecated: mysql_connect(): The mysql extension is deprecated and will be removed in the future: use mysqli or PDO instead in /var/www/vhosts/onyx.is/httpdocs/class.viewsql.php on line 31
Eignaskiptasamningur | Ónyx ehf.

Eignaskiptasamningur


Ónyx ehf  hefur áratuga reynslu af gerð eignaskiptasamninga fyrir allar gerðir fasteigna.

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús er eigendum þeirra skylt að láta gera eignaskiptayfirlýsingu / eignaskiptasamning fyrir húsið, ef ekki er fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur.

Við bjóðum húseigendum uppá þá þjónustu sem passar þeim við gerð nýs eignaskiptasamnings fyrir húseignina sýna. Þ.e. húseigendur geta valið um að fá bara vinnu við gerð samningsins, skráningartöflu og útreikning hlutfallstalna og séð þá sjálfir um alla gagnaöflun og útréttingar hjá viðkomandi stofnunum og samskipti við byggingarfulltrúa og sýslumenn o.sfr eða fengið þessa þjónustu frá A-Ö hjá okkur og þannig sloppið við útréttingar og óþægindi á vinnutíma allt eftir því hvað hentar hjá hverjum og einum.

Í eldra húsnæði þar sem staðhættir eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar, getum við boðið alla þjónustu við uppmælingar og gerð reyndarteikninga til að fá þær samþykktar í samræmi við núverandi ástand hússins.